:::info
- Dagsetning: 24. júní, 2021, 13:00-17:00
- Umsjón: [name=Valtýr] [name=Einar] [name=Skotta] 🐖
- Veður: - Ansi hvöss vestanátt en datt svo alveg niður. Léttskýjað, sól, 14°C.
- 🚗 33379 km
- gögn/heimasvæði: https://github.com/harkanatta/ashildarholtsvatn
:::
📷 Myndir 👈
🗺️ Kort 👈
📚 Aðaskipulag Skagafjarðar 2009-2021:
Smá um mikilvægi:
Borgarsandur, Borgarmýrar, Borgarskógar, Miklavatn og Áshildarholtsvatn. Sandfjara, flæðimýrar, hrísmýrar, flóar og gróðurmikil vötn og tjarnir. Þetta svæði er tvímælalaust eitt af mikilvægari fuglasvæðum landsins. Hluti þessa svæðis, þ.e. Skógarnir ásamt Miklavatni, voru friðlýstir árið 1977.
Eilítið um fugla:
Við Áshildarholtsvatn er ágætis aðstaða til fuglaskoðunar, en fara þarf um með varkárni vegna þess að þar verpa ennþá tvö til þrjú pör af flórgoða. Þó geta fuglaskoðarar óvíða séð jafn margar tegundir fugla á eins aðgengilegan og þægilegan hátt og á vegspottanum frá þjóðvegi á Borgarsandi að flugvelli. Beggja vegna við þennan vegspotta eru tjarnir og votlendi með ótrúlega fjölbreytilegu fuglalífi á vorin. Fuglar sem þarna sjást eru flestallir þeir fuglar sem nefndir voru hér á undan á ósasvæði Vestari-Héraðsvatna
Smá hitaveitusaga:
Framkvæmdir hjá Hitaveitu Sauðárkróks hófust fyrst árið 1948 þegar borað var eftir heitu vatni við Áshildarholtsvatn. Boraðar voru 4 holur í upphafi og þær nefndar SK-0 til SK-3. Þessar holur voru frá 17,5 metrum að dýpt niður í 120 metra. Byrjað var að leiða vatn að Sjávarborg og síðan til Sauðárkróks og var heitu vatni hleypt á fyrsta húsið að Bárustíg 1, 1. febrúar 1953.
Þegar við mættum við bílastæðið hjá gamla stöðvarhúsinu við Áshildarholtsvatn biðu okkar yfir 350 rauðhöfðaandasteggir og fleiri fuglar. Við keyrðum hægt og stoppuðum til að telja áður en við komum á bílastæðið. Þegar við keyrðum svo á stæðið fældust fuglarnir og helmingurinn færði sig til á vatninu.
Skoðuðum fuglaskoðunarhúsið austan megin við vatnið og könnuðum klettinn sem Sjávarborg er eflaust kennd við.
Keyrðum að nýrra stöðvarhúsinu og gengum eftir stokkunum að Tjarnartjörn og út á tanga þar sem okkur grunaði að við finndum himbrimahreiður. Við vorum stígvélalausir og léttir á fæti.
Minkagreni við Tjarnartjörn, hrafnslaupur með 4 ungum í klettunum við Sjávarborg. Þar lá líka dauður fálki
tegund | fjöldi | atferli | pör |
---|---|---|---|
rauðhöfðaönd | 368 | nánast allt steggir | |
gargönd | 2 | steggir | |
álft | 2 | par með unga | 1 |
skúfönd | 2 | steggir | |
óðinshani | 2 | par | 1 |
flórgoði | 5 | 1 æstur við hreiður | 2 |
Himbrimi | 2 | teretorískir | 1 |
tegund | fjöldi | atferli | pör |
---|---|---|---|
æðarkolla | 2 | kollur með unga | |
álft | 2 | með unga | 1 |
grágæs | 1 | ||
hrossagaukur | 3 | s | |
hvítmáfur | 1 | ||
óðinshani | 2 | steggir æ | |
rauðhöfðaönd | 2 | 1 | |
rjúpa | 1 | mað unga | |
skúfönd | 2 | 1 | |
spói | 3 | ||
stelkur | 2 | æ | 1 |
tjaldur | 2 | æ | 1 |
toppönd | 2 | 1 | |
þúfutittlingur | 5 | æ, 2 með æti |
- Eggjataka
- kríueggjum og máfaeggjum er safnað
- minkur og refur
- Skipulagsmál
- Verður flugvöllurinn stækkaður
- stækkun á hesthúsabyggðinni
Verður að fylgjast með skipulagi í nánd við Skóga og Miklavatn