í hefðbundnum leik skulu vera notaðir tveir boltar í einu
ef drykkir eru í glasi skal vera auka glas með vatni til að skola bolta á milli kasta
ekki nauðsynlegt ef drykkir eru í dósum
- glösum skal raðað í þríhyrning þar sem aftasta glas er ekki meira en einn þumal frá brún borðsins (sjá mynd u1)
- hvert glas skal innihalda að minnsta kosti hálfan dósabjór, lítinn, eða sama magn drykks að eigin vali
- ef keppendur vilja ekki setja drykkina sína í glösin skal fylla glös um það bil 1/3 af vatni
áður en leikur er hafinn skal ákveða reglur um olnboga
- Nörd lætur yfirleitt nægja að hafa olnboga fyrir aftan borðsbrún en það verður að taka inn í reikning stærð á borði og rými í kringum borðið (sjá mynd u2)
- Ef borð er mjög stutt skal afmarka línu á gólfi og notast við fótastaðsetningu sem mælieiningu frekar en olnboga (sjá mynd u3)
ef leikur er mikilvægur, loftið þungt og stemmningin gríðarleg er gott að merkja líka miðju borðsins til að koma í veg fyrir vesen seinna (sjá mynd u4)
í löglegum nörd beerpong leik er leyfilegt að skoppa kúlu áður en hún fer ofan í glas andstæðings (sjá myndband ls1)
hins vegar ef kúlunni er skoppað eða hún snertir borðið áður en hún snertir bolla andstæðings má andstæðingur gera við kúluna það sem hann vill, svo lengi sem hann nær henni (sjá myndband ls2)
það kemur fyrir að kúla nái næstum í mark og snúist innan brúnar glass (sjá myndband lb1)
í viðurkenndum nörd beerpong leik má andstæðingur reyna að blása kúluna upp úr, svo lengi sem hún hafi ekki snert innihald glassins (sjá myndband lb2)
ef að kúla missir marks og lendir á gólfi eða rúllar á borði eftir kast þá er hún eign liðsins sem fékk á sig kastið nema/þangað til að hún fer yfir miðjupunkt borðsins, eftir það er hún "free game" og bæði liðin eiga rétt á henni, bara spurning um hver nær henni fyrst
- ef liðið sem kastaði kúlunni nær henni aftur vinnur það lið sér inn "trickshot" sem þarf að leysa út eftir síðasta kast umferðarinnar
- trickshot geta verið að kasta aftur fyrir sig, kasta fyrst í vegg, kasta liggjandi eða hvað sem andstæða liðið samþykir.
- ef keppendur eru þétt umkringdir áhorfendum telst viljandi snerting hjá áhorfenda gilt grip hjá andstæðingsliðinu
- athugið að það sem eitt lið samþykkir getur hitt liðið nýtt sér seinna í leiknum
- ef það lið sem fékk á sig kastið nær boltanum gerist ekkert sérstakt og leikurinn heldur áfram
ath. ekki er hægt að taka tvö trickshot í röð með sama bolta, ef trickshot bolti skoppar aftur til kastara er hann ekki gildur fyrir annað trickshot
ef spilari hittir tvisvar í sama glas hjá andstæðingi telst það sem tvö mismunandi glös
andstæðingur, sá sem á glösin, fær að velja seinna glasið sem er úr leik
bæði lið eiga rétt á einni endurröðun per leik
- aftasti bolli eftir endurröðun verður að vera að minnsta kosti þumal frá brún
- til að keppandi geti tekið endurröðun má andstæðingur að hafa í mesta lagi 4 bolla eftir
- lið sem á kast getur valið að endurraða í upphafi sinnar umferðar
- endurröðun verður að fara fram áður en kúlu er kastað í tilheyrandi umferð
eftir að ef keppandi hefur sleppt takinu á bolta, er sett algjört snertibann á glös andstæðings
þetta bann gildir þangað til bolti er dáinn, það er þegar annað liðið hefur náð stjórn á bolta
- ef andstæðingur snertir sitt eigið glas á meðann snertibannið gildir, jafnvel þótt það hafi verið óvart, telst það glas farið
- ef glas er snert skal það fjarlægt strax og núverandi bolti er dáinn
- ef glas er nú þegar farið, þ.e. með bolta ofaní sér, telst snerting á þeim bolla til tvisvar í sama glas reglna