Einkunnagjöf

  • Verkefnavinna - 75% (unnin í pörum)
  • Próf 25%

Bók

Continuous Delivery: Reliable Software Releases through Build, Test, and Deployment Automation

Fyrirlestrar snerta á öllum köflum bókarinnar. Sjá dagskrá að neðan.

Dagskrá

Glærur: https://reykjavik.instructure.com/courses/5340/modules

Upptökur: https://reykjavik.instructure.com/courses/5340/external_tools/670

Dæmatímar 14-16: Á Zoom og í stofu

Samantekt vikunnar: Fimmtudagar kl 15:00 á Zoom / Miro - Ath: Ekki í stofu og skyldumæting.

Vika 1 -

Dagur 1: mán. 22 nóvember

mán þri mið fim fös
Fyrirlestrar - Kynning námskeiðs
- The Problem of Delivering Software
- Configuration Management - Build and Deployment Scripting
- Advanced Version Control
- The Anatomy of the Build Pipeline Engir fyrirlestrar, verkefnavinna
Lesefni
Kaflar í svigum eru aukaefni eða í minni áherslu.
Kafli 1 Kafli 2,(3) Kafli 6,(11),14 Kafli 5
Verkefnavinna Bash Docker Kubernetes Circle CI Verkefni viku 1
Dagskrá 09:00 Kynning námskeiðs (Í stofu og Zoom)

10:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)

15:00 Samantekt vikunnar (Skyldumæting á Zoom)
14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)

Vika 2

mán þri mið fim fös
Fyrirlestrar - Implementing a Test Strategy
- The Commit Stage
- Automated Acceptance Testing - Testing Nonfunctional Requirements - Security Testing
- Guest lecture on security from Syndis
Engir fyrirlestrar, verkefnavinna
Lesefni
Kaflar í svigum eru aukaefni eða í minni áherslu.
Kafli 4,7 Kafli 8 Kafli 9
Verkefnavinna Pipeline Unit Tests Acceptance Tests Capacity Tests Verkefni viku 2
Dagskrá 09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)

15:00 Samantekt vikunnar (Skyldumæting á Zoom)
14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)

Vika 3

mán þri mið fim fös
Fyrirlestrar - Deploying and Releasing Applications
- Managing Data
Mobile App Deployment
- Accessibility
- Usability
- Managing Continuous Delivery
- Change mangement
Upplestrarfrí Lokapróf, 09:00 - 10:30
Lesefni
Kaflar í svigum eru aukaefni eða í minni áherslu.
Kafli 10,12 Kafli 11 Kafli 15
Verkefnavinna Database Migration & Security
Dagskrá 09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)
09:00 Verkefni dagsins (Zoom)

14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)

15:00 Samantekt vikunnar (Skyldumæting á Zoom)

Próf Q&A í beinu framhaldi af samantekt
14:00 Dæmatími (Í stofu og Zoom)

Spurt og svarað

Um hvað snýst verkefnavinnan?

Í stuttu máli er þetta hagnýt gæðastjórnun á hugbúnaði, fyrst og fremst frá sjónarhóli forritara. Það verður komið lítillega inn á stjórnunaraðferðir, samstarf við prófara, og hugsanlega verður eitthvað farið dýpra í nýtileikaprófanir (usability testing). Verkefnavinna snýst að verulegu leyti um sjálfvirknivæðingu á uppsetningarferli, einingaprófanir, sjálfvirkar viðmótsprófanir og aðferðir til að tryggja gæði í afhendingu hugbúnaðar.

Þarf ég að hafa Linux uppsett á vélinni minni?

Byggt að reynslu síðustu ára mælum við með að allir nemendur séu að vinna á Linux, og þá helst nýlega útgáfu af Ubuntu. Það er hægt að keyra það í sýndarumhverfi eins og t.d. VirtualBox, setja upp dual-boot, eða keyra upp á minnislykli. Einnig er mögulegt að vinna verkefnið á Mac OsX, og munu dæmatímakennarar styðja við það. Nemendur þurfa ásamt því að vera með góðan editor á vélinni sinni, svo sem VS Code, WebStorm, SubLime, Atom eða sambærilegt. Æskilegt er að hafa vél með 8GB í minni, 4GB ætti að sleppa fyrir horn. Við munum gefa út leiðbeiningar um uppsetningu síðar.

Hvernig er fyrirkomulag námskeiðsins?

Megináherslan í námskeiðinu er á verkefnavinnu. Í lok hverrar viku eru verkefnaskil, hvert verkefni um sig gildir 25%. Verkefnin á að vinna í pörum, ef tveir vinna saman viljum við sjá jafnt framlag frá báðum aðilum inn á Git history, það er því nauðsynlegt að skipta reglulega um Driver. Ef nemandi hefur ekki möguleika á að vinna í pari er hægt að sækja um undanþágu t.d. ef fjöldi nemanda í áfanga er oddatala.

Námskeiðið verður í bland í fjarkennslu og staðarkennsla, í staðarkennslunni verður líka alltaf boðið upp á að tengjast með Zoom. Það er mikil áhersla á verklega hlutann í þessu námskeiði og munum við byrja alla daga á kynna verkefni dagsins og bjóðum svo upp á staðarkennslu eftir hádegi. Fyrirlestrarnir verða aðgengilegir inn á Echo360 og getið þið stjórnað því hvenær þið horfið á þá en þurfið að vera búinn að því fyrir fimmtudag þar sem við verðum með vinnustofu þar sem unnið er með efni vikunnar. Svona sjáum við vikuna fyrir okkur, sett fram með fyrirvara um breytingar:

  • Sunnudagur: Fyrirlestrar og lýsing á verkefnum kemur inn á Canvas og GitHub.
  • Mánudagur: Kynning á verkefni dagsins kl 09:00 (zoom). Dæmatími í kennslustofu kl 14:00.
  • Þriðjudagur: Kynning á verkefni dagsins kl 09:00 (zoom). Dæmatími í kennslustofu kl 14:00.
  • Miðvikudagur: Kynning á verkefni dagsins kl 09:00 (zoom). Dæmatími í kennslustofu kl 14:00.
  • Fimmtudagur: Kynning á verkefni dagsins kl 09:00 (zoom). Dæmatími í kennslustofu kl 14:00. Vinnustofa (samantekt vikunna) kl 15:00 (skyldumæting).
  • Föstudagur: Þið hafið þennan dag til að vinna í verkefninu, ekkert verður lagt til nýtt verkefni. Dæmatími kl: 14:00, skil á verkefni vikunnar er kl 23:59.
  • Laugardagur - sunndags: Helgarfrí, fínt að glugga aðeins í kennslubók námskeiðsins.

Hvert á að senda fyrirspurnir um verkefni?

Við viljum að þið notið GitHub issues til að senda inn fyrirspurnir um verkefnið. Það er hluti af námskeiðinu að þið fáið þjálfun í að lýsa vandamálum á skipulegan hátt. Það er líka mjög líklegt ef þið hafið einhverja spurningu að það séu fleiri nemendur með sama vandamál.

Er hægt að nálgast upptökur af fyrirlestrunum?

Allir fyrirlestrar eru verða aðgengilegir í byrjun viku. Við notumst við upptökur frá fyrri árum í bland við nýjar upptökur. Þeir verða aðgengilegir inn á Canvas undir Echo360.

Hvenær lýkur námskeiðinu, þ.e., hvenær er próf?

Að öllu óbreyttu verður prófið haldið síðasta dag námskeiðsins og skil á síðasta verkefninu síðar þann dag. Til að standast áfangann verða nemendur að fá yfir 4,75 á prófinu.

Hvernig er fyrirkomulagið á verkefnavinnunni, og hversu miklu álagi má búast við?

Það er erfitt að meta álagið nákvæmlega, það fer verulega eftir hvaða kunnáttu menn koma með inn í kúrsinn. Við munum gera okkar besta í að halda álaginu hóflegu, þ.e. c.a. 9-5 vinna ætti að duga flestum.

Fáum við lausnir á verkefnum?

Lausnir fyrir verkefni síðustu viku verður gert aðgengilegt hér í byrjun viku 2 og 3.

Af hverju eru verkefnin á ensku?

Námskeiðið var þróað með það í huga að erlendir nemendur gætu verið með. Einnig er enska "mál forritunar".